Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
   sun 17. ágúst 2025 18:39
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Stjörnunnar
Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og gaman að spila á móti vinum sínum líka sem að gerir þetta svolítið öðruvísi,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Stjörnunnar, eftir 2-1 sigur gegn Vestra á Samsungvellinum í dag. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Vestri

Aðspurður hvernig tilfinningin var inni á vellinum þegar liðið lenti undir sagði hann:

„Við vissum að þeir yrðu erfiðir en við svo sem breyttum engu við bara héldum áfram að hlaupa aftur fyrir og opnuðum þannig svæðin og ég held við höfðum alltaf trú á því að við værum að fara að skora.“

Andri Rúnar er auðvitað sjálfur að Vestan og spilaði með Vestra á síðasta tímabili en hann fagnaði hvorugu markinu í leiknum. 

„Ég var búinn að ákveða að ég myndi ekki fagna. Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma um að ég sé að fagna hérna á móti Vestra þannig að ég lét það bara eiga sig.“

Á föstudaginn kemur fer fram Bikarúrslitaleikur á milli Vals og Vestra en úrslit í þessum leik gætu skipt sköpum í Evrópubaráttunni en með sigri Vals verður 4. sæti Bestu deildarinnar Evrópusæti ef við gefum okkur það að Valur endi í efstu þremur sætunum í deildinni. Stjarnan situr einmitt í 4. sæti eins og staðan er í dag og græðir því heldur betur á sigri Vals á föstudaginn en með hverjum ætlar Andri að halda með í leiknum?

„Ég held með Vestra. Við tökum þá bara þriðja eða ofar.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner