„Bara gríðarlega, gríðarlega, gríðarlega ósáttur. Það er ógeðslega leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum þar sem að maður er betri aðilinn. Bara ofboðslega, ofboðslega svekkandi,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í dag.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 Vestri
Vestri skoraði og jafnaði leikinn í seinni hálfleik en það mark var dæmt af. Vestraliðið var heldur betur ósátt með þennan dóm og töldu þeir sig hafa skorað fullkomlega löglegt mark.
„Auðvitað skorum við líka mark sem að í flestum tilfellum held ég að teljist löglegt og svo spyr maður sig þegar að þjálfari annars liðsins fær einhver drottningarviðtöl fyrir leikinn á einhverjum miðlum hérna um að hann sé með einhverja samkennd fyrir dómurum og annað mér finnst það bara ofboðslega skrýtið og ofboðslega kjánalegt. Ég á ekki til orð yfir því að menn geti einhvern veginn sett sig í það sæti að reyna að vinna sér inn einhver stig. Mér finnst þetta bara algjörlega galið ég á ekki til orð yfir þessu sko og svo er bara einhver sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins við dómarateymið. Ég bara í alvörunni ég á ekki til orð yfir þessu og auðvitað hefur þetta bara allt áhrif held ég. Ég er bara gríðarlega ósáttur með þessi stóru atvik í leiknum í dag, því miður.“
Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.