Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 13:33
Brynjar Ingi Erluson
Frábær pressa hjá Hákoni er hann opnaði markareikninginn
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson opnaði markareikninginn á tímabilinu með því að skora annað mark Lille í 1. umferð frönsku deildarinnar í dag.

Lille er að spila fyrsta leik sinn á tímabilinu og komst liðið yfir snemma leiks er reynsluboltinn Olivier Giroud lagði boltann neðst í hægra hornið eftir undirbúning Felix Correia.

Fimmtán mínútum síðar skoraði Hákon annað mark Lille. Hann pressaði á hægri bakvörð Brest, vann boltann og keyrði síðan fram völlinn áður en hann afgreiddi boltann snyrtilega í vinstra hornið.

Landsliðsmaðurinn kominn á blað og Lille með tveggja marka forystu þegar hálftími er búinn af þessum leik.

Sjáðu pressuna og markið hjá Hákoni
Athugasemdir