„Ánægður með sigurinn. mér fannst þetta kaflaskiptur leikur fótboltalega,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 sigur á Vestra á Samsungvellinum í dag.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 Vestri
„Við erum með sterkt hugarfar alveg frá byrjun. Þeir komu inn af krafti og sköpuðu færi, grimmir í föstum leikatriðum, við vorum í veseni með það í byrjun en hugarfarið var gott allan leikinn og mér fannst við bara vera, við spiluðum góðan fótbolta þegar við þurftum að skapa færi og svo í lokinn þegar þeir kasta öllu fram þá vorum við bara ugly þegar við þurftum að vera ugly. Við vinnum ekki oft svona sigra þannig að það er kannski skref í rétta átt,“ hélt hann svo áfram.
Mikið hefur verið rætt undanfarið um það hvað Stjarnan stendur fyrir bæði innan og utan vallar og hver er betri til þess að svara því en þjálfari liðsins?
„Við stöndum fyrir hugrekki. Við sem félag viljum sýna hugrekki í því að spila leikmönnum sem eiga það skilið að spila, sama á hvaða aldri þeir eru, sama hvaðan þeir koma. Leikmenn þurfa að sama skapi að spila af hugrekki. Þetta snýst um að vera með liðsheild, byggja upp lið og það eru fleiri hlutir sem að spila þarna inn í en þetta snýst ekki bara um aldur og ég kom líka inn á það að við erum núna að taka næstu ungu menn inn og það er bara mismunandi hvernig það er. Það er ekki alltaf rernna inn í meistaraflokk. Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum, ég held að það sé margþætt og ég held að það sé kannski annar vettavangur til að fara dýpra í það.“
Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.