Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   mán 18. ágúst 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bruno Fernandes: Veit að það var erfitt fyrir félagið að hafna tilboðinu
Mynd: EPA
Bruno Fernandes var sterklega orðaður við Al Hilal frá Sádi-Arabíu í sumar en ekkert varð úr þeim félagaskiptum.

Fernandes sagði frá því eftir síðata tímabil að ef Man Utd vildi ekki hafa hann þá væri hann tilbúinn að fara. Hann segir nú frá því að United hafi hafnað tilboði frá Al Hilal.

„Félagið gat fengið mikinn pening fyrir mig. Ég veit að það var erfitt fyrir félagið að hafna tilboðinu. Ég ræddi einu sinni við forseta Al Hilal og sagði við hann að ég hafi aldrei hugsað mig um að fara, ég kann að meta símtalið. 'Hvað sem þú vilt gera, talaðu við félagið'. Ég hef alltaf sagt að ef félagið vill losna við mig þá verð ég að taka ákvörðun. Ef ekki þá þarf ég ekki að taka ákvörðun."

„Þetta er mikill peningur fyrir mig en svona er þetta. Fólk tekur ákvarðanir í lífinu. Ég mun ekki sjá eftir þessu því þetta er staðurinn sem ég vil vera á og ná árangri."
Athugasemdir