
Njarðvíkingar tóku á móti Þrótti R. á JBÓ vellinum í Njarðvík þegar heil umferð fór fram í Lengjudeild karla í dag.
Njarðvíkingar voru fyrir leikinn í dag taplausir í deildinni en það átti eftir að breytast.
Lestu um leikinn: Njarðvík 2 - 3 Þróttur R.
„Maður vill aldrei tapa leik og hvað þá að tapa honum svona og á heimavelli" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir tapið í dag.
„Mér fannst fyrri hálfleikur vera mikil jafnræði meðal liðana. Sóknir á báða bóga og bæði lið bara líkleg til þess að skora fullt af mörkum"
„Mér fannst þessi tvö mörk þeirra vera mjög lík og eitthvað sem að við vissum alveg fyrir leik. Við missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum"
„Við förum inn í hálfleik og förum yfir hlutina sem við skerptum vel á og þetta var einmitt einn hluturinn líka að þeir taka alltaf 'cut back' frá þessum stöðum og svo förum við út og bara keyrum á þetta og förum í Njarðvíkurboltann okkar og skorum frábært mark og jöfnum en svo er bara 20 sek seinna þá eru þeir búnir að skora mark sem að er nákvæmlega eins og hin tvö mörkin eiginlega"
„Fyrir þjáflaran þá er það ógeðslega erfitt að sjá það þegar það er svona þrem mínútum áður búið að segja þeim að þetta væri að fara gerast og að við getum ekki brugðist betur við og skilið það kannski aðeins betur"
„Það er mjög súrt að tapa svona á þennan hátt og sérstaklega í ljósi þess að við fengum nátturlega ekkert eða það var bara eitt lið á vellinum hérna í síðari hálfleik"
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 17 | 10 | 7 | 0 | 40 - 16 | +24 | 37 |
2. Þór | 18 | 11 | 3 | 4 | 42 - 25 | +17 | 36 |
3. ÍR | 18 | 9 | 6 | 3 | 31 - 19 | +12 | 33 |
4. Þróttur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 33 - 26 | +7 | 32 |
5. HK | 18 | 9 | 4 | 5 | 32 - 24 | +8 | 31 |
6. Keflavík | 18 | 8 | 4 | 6 | 38 - 31 | +7 | 28 |
7. Völsungur | 18 | 5 | 4 | 9 | 30 - 40 | -10 | 19 |
8. Grindavík | 18 | 5 | 3 | 10 | 35 - 51 | -16 | 18 |
9. Selfoss | 18 | 5 | 1 | 12 | 20 - 34 | -14 | 16 |
10. Leiknir R. | 18 | 4 | 4 | 10 | 18 - 35 | -17 | 16 |
11. Fjölnir | 18 | 3 | 6 | 9 | 28 - 42 | -14 | 15 |
12. Fylkir | 18 | 3 | 5 | 10 | 25 - 29 | -4 | 14 |