Valur fékk skell gegn ÍBV á Hásteinsvelli í dag. Fótbolti.net ræddi við Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: ÍBV 4 - 1 Valur
„Slæmur dagur, mjög slæm frammistaða hjá okkur. Í rauninni mjög sanngjarn sigur ÍBV. Þeir voru betri á öllum sviðum fótboltans frá fyrstu til síðustu mínútu. Við þurfum að líta í eigin barm, ég fyrstur og taka þetta tap á kassann eins og alvöru menn gera," sagði Túfa.
Valur var mun meira með boltann en náði lítið að ógna Eyjamönnum.
„Þetta snýst ekki um að vera með boltann eða eiga skot á mark. Þetta snýst um það hvernig þú kemur inn í leikinn, fókuseraður og klár í slag. Leikurinn spilast kannski þannig að við erum meira með boltann og hitt liðið fer í skyndisóknir eða öfugt. Fyrsta markið kemur upp úr hornspyrnu, það hefur ekkert með það að gera að halda í boltann. Svo er hægt að fara yfir mörkin og færin sem ÍBV fær. Þetta var algjörlega út úr karakter hjá okkur í dag."
Næsti leikur liðsins er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins gegn Vestra á föstudaginn.
„Við misstum boltann á slæmum stöðum, vorum seinir að fara til baka, fylgjum ekki manninum inn í teiginn. Við getum talað um það í allan dag hvað var neikvætt hjá okkur en ég ætla ekki að gera það. Eins og ég sagði í byrjun þá tökum við þetta á kassann og horfum í spegil. Við förum vel yfir það hvað fór úrskeiðis og verðum klárir fyrir leikinn á föstudaginn, stærsti leikur sem liðið hefur spilað í mörg mörg ár,"
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 19 | 11 | 4 | 4 | 47 - 28 | +19 | 37 |
2. Víkingur R. | 19 | 10 | 5 | 4 | 34 - 24 | +10 | 35 |
3. Breiðablik | 19 | 9 | 5 | 5 | 34 - 29 | +5 | 32 |
4. Stjarnan | 19 | 9 | 4 | 6 | 36 - 31 | +5 | 31 |
5. Vestri | 19 | 8 | 2 | 9 | 20 - 19 | +1 | 26 |
6. FH | 19 | 7 | 4 | 8 | 36 - 31 | +5 | 25 |
7. Fram | 18 | 7 | 4 | 7 | 28 - 25 | +3 | 25 |
8. ÍBV | 19 | 7 | 3 | 9 | 20 - 26 | -6 | 24 |
9. KA | 19 | 6 | 5 | 8 | 21 - 35 | -14 | 23 |
10. Afturelding | 19 | 5 | 6 | 8 | 24 - 30 | -6 | 21 |
11. KR | 18 | 5 | 5 | 8 | 39 - 41 | -2 | 20 |
12. ÍA | 19 | 5 | 1 | 13 | 20 - 40 | -20 | 16 |
Athugasemdir