Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
   sun 17. ágúst 2025 19:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fékk skell gegn ÍBV á Hásteinsvelli í dag. Fótbolti.net ræddi við Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 Valur

„Slæmur dagur, mjög slæm frammistaða hjá okkur. Í rauninni mjög sanngjarn sigur ÍBV. Þeir voru betri á öllum sviðum fótboltans frá fyrstu til síðustu mínútu. Við þurfum að líta í eigin barm, ég fyrstur og taka þetta tap á kassann eins og alvöru menn gera," sagði Túfa.

Valur var mun meira með boltann en náði lítið að ógna Eyjamönnum.

„Þetta snýst ekki um að vera með boltann eða eiga skot á mark. Þetta snýst um það hvernig þú kemur inn í leikinn, fókuseraður og klár í slag. Leikurinn spilast kannski þannig að við erum meira með boltann og hitt liðið fer í skyndisóknir eða öfugt. Fyrsta markið kemur upp úr hornspyrnu, það hefur ekkert með það að gera að halda í boltann. Svo er hægt að fara yfir mörkin og færin sem ÍBV fær. Þetta var algjörlega út úr karakter hjá okkur í dag."

Næsti leikur liðsins er úrslitaleikur Mjólkurbikarsins gegn Vestra á föstudaginn.

„Við misstum boltann á slæmum stöðum, vorum seinir að fara til baka, fylgjum ekki manninum inn í teiginn. Við getum talað um það í allan dag hvað var neikvætt hjá okkur en ég ætla ekki að gera það. Eins og ég sagði í byrjun þá tökum við þetta á kassann og horfum í spegil. Við förum vel yfir það hvað fór úrskeiðis og verðum klárir fyrir leikinn á föstudaginn, stærsti leikur sem liðið hefur spilað í mörg mörg ár,"

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir