Síðasti leikur dagsins í Bestu deildinni fer fram á Kópavogsvelli klukkan 19:15 þar sem Breiðablik fær FH í heimsókn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 5 FH
Það eru fimm breytingar á liði Breiðabliks eftir tapið gegn Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Karl Einarsson, Óli Valur Ómarsson og Kristinn Jónsson setjast á bekkinn og Valgeir Valgeirsson er ekki í hópnum. Arnór Gauti Jónsson, Kristinn Steindórsson, Aron Bjarnason, Davíð Ingvarsson og Gabríel Snær Hallsson koma inn í liðið.
Dagur Örn Fjeldsted og Einar Karl Ingvarsson detta út úr liði FH eftir sigur gegn ÍA í síðustu umferð. Tómas Orri Róbertsson og Kristján Flóki Finnbogason koma inn í liðið. Heimir Guðjónsson tekur út leikbann og Kjartan Henry Finnbogason stýrir því liðinu í kvöld.
Athugasemdir