Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: FH með sigur í skemmtilegasta leik sumarsins
Bragi Karl Bjarkason skoraði tvennu
Bragi Karl Bjarkason skoraði tvennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvenna Daviðs dugði ekki til
Tvenna Daviðs dugði ekki til
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 5 FH
1-0 Davíð Ingvarsson ('25 )
1-1 Kristján Flóki Finnbogason ('32 )
2-1 Davíð Ingvarsson ('36 )
2-2 Björn Daníel Sverrisson ('47 )
2-3 Bragi Karl Bjarkason ('55 )
2-4 Bragi Karl Bjarkason ('58 )
2-5 Sigurður Bjartur Hallsson ('66 )
3-5 Kristófer Ingi Kristinsson ('84 )
4-5 Ásgeir Helgi Orrason ('89 )
Lestu um leikinn

FH vann magnaðan sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld.

Breiðablik komst yfir þegar Davíð Ingvarsson kom boltanum í netið eftir sendingu frá Kristni Steindórssyni. Stuttu síðar jöfnuðu FH-ingar þegar Kristján Flóki Finnbogason kom boltanum í netið eftir sendingu frá Kjartani Kára Halldórssyni.

Veislan hélt áfram því Davíð bætti öðru marki sínu við og öðru marki Breiðablik aðeinis fjórum mínútum eftir að FH jafnaði metin.

FH-ingar voru í stuði í seinni hálfleik. Markaveislan byrjaði strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Björn Daníel Sverrisson jafnaði metin. Bragi Karl Bjarkason kom inn á sem varamaður á 54. mínútu.

Mínútu síðar skoraði hann með sinni fyrstu snertingu eftir sendingu frá Böðvari Böðvarssyni. Hans fyrsta mark fyrir FH. Hann bætti síðan öðru marki við strax í kjölfarið.

FH-ingar voru ekki hættir því Sigurður Bjartur Hallsson bætti fimmta markinu við. Kristófer Ingi Kristinsson náði að klóra í bakkann fyrir Breiðablik undir lok leiksins. Heimamenn voru ekki hættir því Ásgeir Helgi Orrason minnkaði muninn enn frekar í blálokin.

Nær komst Breiðablik ekki og frábær sigur FH staðreynd. FH gerir sér lítið fyrir og stekkur upp í efri hlutann með þessum sigri. Liðið er í 6. sæti með 25 stig, jafn mörg stig og Fram sem er í 7. sæti. Breiðablik er í 3. sæti með 32 stig, fiimm stigum á eftir toppliði Vals sem tapaði gegn ÍBV fyrr í dag.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 19 11 4 4 47 - 28 +19 37
2.    Víkingur R. 19 10 5 4 34 - 24 +10 35
3.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
4.    Stjarnan 19 9 4 6 36 - 31 +5 31
5.    Vestri 19 8 2 9 20 - 19 +1 26
6.    FH 19 7 4 8 36 - 31 +5 25
7.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
8.    ÍBV 19 7 3 9 20 - 26 -6 24
9.    KA 19 6 5 8 21 - 35 -14 23
10.    Afturelding 19 5 6 8 24 - 30 -6 21
11.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner