Newcastle hefur gengið frá kaupum á enska miðjumanninum Jacob Ramsey frá Aston Villa fyrir 40 milljónir punda.
Ramsey er 24 ára gamall uppalinn Villa-maður og lék hann 137 leiki og skoraði 14 mörk fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni.
Newcastle náði samkomulagi við Aston Villa um kaup á Ramsey á dögunum og eru skiptin nú frágengin.
Kaupverðið er 40 milljónir punda sem mun hjálpa Villa í að standast fjárhagsreglur UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar.
Ramsey er fimmti leikmaðurinn sem Newcastle fær í glugganum á eftir Aaron Ramsdale, Anthony Elanga, Malick Thiaw og Antonito Cordero.
Jacob Ramsey is a Mag! ???? pic.twitter.com/67pTuZXrLm
— Newcastle United (@NUFC) August 17, 2025
Athugasemdir