Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 16:33
Brynjar Ingi Erluson
Jacob Ramsey til Newcastle (Staðfest)
Mynd: Newcastle United
Newcastle hefur gengið frá kaupum á enska miðjumanninum Jacob Ramsey frá Aston Villa fyrir 40 milljónir punda.

Ramsey er 24 ára gamall uppalinn Villa-maður og lék hann 137 leiki og skoraði 14 mörk fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni.

Newcastle náði samkomulagi við Aston Villa um kaup á Ramsey á dögunum og eru skiptin nú frágengin.

Kaupverðið er 40 milljónir punda sem mun hjálpa Villa í að standast fjárhagsreglur UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar.

Ramsey er fimmti leikmaðurinn sem Newcastle fær í glugganum á eftir Aaron Ramsdale, Anthony Elanga, Malick Thiaw og Antonito Cordero.


Athugasemdir