Máni Pétursson, sérfræðingur á Sýn Sport og Stjörnumaður mikill, var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna á Vestra í dag.
Eftir úrslit dagsins er Stjarnan sex stigum á eftir toppliði Vals.
Eftir úrslit dagsins er Stjarnan sex stigum á eftir toppliði Vals.
Stjarnan tilkynnti um komu þriggja erlendra leikmanna á lokadegi félagaskiptagluggans. Þá Damil Dankerlui frá Súrínam og Alpha Bedor Conteh og Ibrahim Turay frá Síerra Leóne. Steven Caulker gekk til liðs við félagið fyrr í sumar.
„Miðað við það sem er búið að gerast í Garðabænum síðustu daga þá held að þeir séu að stefna á að vinna þennan Íslandsmeistaratitil. Staðan er þannig núna að þeir eru komnir í bílstjórasætið, þeir vinna bara þá leiki sem eftir eru af þessu móti,"
Máni er mjög svekktur að Stjarnan hafi ekki getað nýtt sér unglingastarfið.
„Þetta er undanfari þess sem er búið að gerast. Það er búið að vanrækja ákveðið innri starf í Garðabænum. Ákveðnir leikmenn eru seldir út og þú hefur engan til að taka við af þeim því þú hefur ekki sinnt þínu starfi almennilega. Það er ótrúlega dapurt því Stjarnan er ásamt Breiðablik líklega með besta unglingastarf í gegnum tíðina. Þeir hafa verið að búa til mikið af ungum og flottum leikmönnum."
„Það er ákveðin sorg að Stjarnan lendi í þeirri stöðu að þurfa kaupa þrjá útlendinga til að setja inn í liðið. Skýringin sem er notuð er að það þurfi að fá rándýra leikmenn til að taka við af leikmönnum sem þeir voru að nota í aukahlutverkum."
„Það segir mér að þeir ætli sér að ná þessum árangri. Ef Stjarnan vinnur ekki Íslandsmeistaratitilinn þá finnst mér þetta ekki nógu vel heppnað. Ef þeir ná ekki einu sinni Evrópusæti þá þurfa menn að fara í verulega naflaskoðun og einhverjir hausar þurfa að hugsa sinn gang," sagði Máni að lokum.
Athugasemdir