Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Fær Lingard ekki að fara?
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er tregur við að leyfa Jesse Lingard að fara frá félaginu í þessum mánuði samkvæmt heimildum ESPN.

Lingard hefur einungis komið við sögu í þremur leikjum með Manchester United á þessu tímabili. Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við brottför á láni en Sheffield United og franska félagið Nice vilja fá hann í sínar raðir.

Lingard er samningsbundinn til sumarsins 2022 og Solskjær er efins um að leyfa honum að fara þar sem álagið verður mikið á lið United út tímabilið.

United gæti spilað allt að 34 leiki út tímabilið ef að liðið fer í úrslit Evrópudeildarinnar og enska bikarsins. Solskjær vill því passa upp á að hafa nægilegan stóran hóp.

Lingard vill fara á lán til að spila meira en það skýrist betur á næstunni hvort Solskjær gefi honum grænt ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner