Tveir leikir fóru fram í Þungavigtarbikar Karla í dag.
Breiðablik fékk ÍA í heimsókn á Kópavogsvöll og vann 3-2 í hörkuleik með mörkum frá tveimur unglingalandsliðsmönnum, leikmönnum sem eru fæddir árið 2008.
Gunnleifur Orri Gunnleifsson skoraði sitt fyrsta Meistaraflokksmark fyrir Breiðablik. Gunnleifur er sonur Gunnleifs Gunnleifssonar eða betur þekktur sem Gulli Gull fyrrum markmaður Breiðabliks og landsliðsmarkvörður. Maríus Waren skoraði einnig fyrir Blika og er hann bróðir Benedikts Waren sem var keyptur til Stjörnunnar frá Vestra í glugganum.
Stjarnan gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir Vestra 6-1 í hádeginu í dag. Örvar Eggertsson byrjaði markaveisluna, síðan tóku Dagur Garðars og Haukur Brink við og settu báðir tvennu til að gera út um leikinn, maðurinn sem kláraði þetta endanlega fyrir Stjörnuna var Jón Hrafn og 6-1 sigur staðreynd.
Breiðablik fékk ÍA í heimsókn á Kópavogsvöll og vann 3-2 í hörkuleik með mörkum frá tveimur unglingalandsliðsmönnum, leikmönnum sem eru fæddir árið 2008.
Gunnleifur Orri Gunnleifsson skoraði sitt fyrsta Meistaraflokksmark fyrir Breiðablik. Gunnleifur er sonur Gunnleifs Gunnleifssonar eða betur þekktur sem Gulli Gull fyrrum markmaður Breiðabliks og landsliðsmarkvörður. Maríus Waren skoraði einnig fyrir Blika og er hann bróðir Benedikts Waren sem var keyptur til Stjörnunnar frá Vestra í glugganum.
Stjarnan gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir Vestra 6-1 í hádeginu í dag. Örvar Eggertsson byrjaði markaveisluna, síðan tóku Dagur Garðars og Haukur Brink við og settu báðir tvennu til að gera út um leikinn, maðurinn sem kláraði þetta endanlega fyrir Stjörnuna var Jón Hrafn og 6-1 sigur staðreynd.
Breiðablik 3 - 2 ÍA
0-1 Hlynur Sævar Jónsson ('21 )
1-1 Arnór Gauti Jónsson ('49 )
1-2 Haukur Andri Haraldsson ('65 )
2-2 Gunnleifur Orri Gunnleifsson ('76 )
3-2 Maríus Waren ('85 )
Stjarnan 6 - 1 Vestri
Mörk Stjörnunnar: Örvar Eggerts, Dagur Garðars x2, Haukur Brink x2, Jón Hrafn
Markaskorari Vestra: Birkir Eydal
Athugasemdir