Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. febrúar 2023 18:44
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Benedikt gerði þrennu í stórsigri Fylkis - KA lagði Fjölni
Benedikt Daríus Garðarsson skoraði þrennu fyrir Fylki
Benedikt Daríus Garðarsson skoraði þrennu fyrir Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pætur Joensson Petersen skoraði fyrra mark KA
Pætur Joensson Petersen skoraði fyrra mark KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og KA unnu bæði í riðli 4 í A-deild Lengjubikars karla í dag en KA-menn eru á toppnum með 6 stig.

Fylkir vann Þór örugglega, 5-0, á Würth-vellinum. Benedikt Daríus Garðarsson skoraði þrennu fyrir Fylkismenn í leiknum en þeir Óskar Borgþórsson og Pétur Bjarnason komust einnig á blað.

Þetta var fyrsti sigur Fylkis í Lengjubikarnum sem hefur spilað tvo leiki. Þór er með jafn mörg stig eftir tvo leiki.

KA lagði þá Fjlöni, 2-1, í Egilshöllinni. Pætur Joensson Peterson opnaði leikinn með marki á 15. mínútu áður en Daníel Hafsteinsson tvöfaldaði forystuna undir lok leiks. Bjarni Gunnarsson náði að klóra í bakkann fyrir Fjölni en lengra komust heimamenn ekki. Lokatölur 2-1 fyrir KA sem er á toppnum með 6 stig. Fjölnir er með þrjú stig.

Úrslit og markaskorarar:

Fylkir 5 - 0 Þór
1-0 Óskar Borgþórsson ('6 )
2-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('24 )
3-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('56 )
4-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('84 )
5-0 Pétur Bjarnason ('85 )

Fjölnir 1 - 2 KA
0-1 Pætur Joensson Petersen ('15 )
0-2 Daníel Hafsteinsson ('89 )
1-2 Bjarni Gunnarsson ('90 )
Athugasemdir
banner
banner