Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 18. febrúar 2024 22:52
Ívan Guðjón Baldursson
Rangers tóku toppsætið af Celtic
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
St. Johnstone 0 - 3 Rangers
0-1 Mohammed Diomande ('37)
0-2 James Tavernier ('79, víti)
0-3 James Tavernier ('87, víti)

Rangers eru komnir í toppsæti skosku deildarinnar eftir sigur á útivelli gegn St. Johnstone í dag.

Rangers nýttu sér þar með tvo jafnteflisleiki sem Celtic hefur átt í síðustu þremur umferðum til að hirða toppsætið.

Mohammed Diomande skoraði eina markið í fyrri hálfleik gegn St. Johnstone og innsiglaði James Tavernier sigurinn með vítaspyrnutvennu í síðari hálfleik.

Rangers eru með 64 stig eftir 26 umferðir og var þetta sjöundi sigur liðsins í röð í skosku deildinni eftir 2-1 tap gegn Celtic skömmu fyrir áramót. Celtic er með 62 stig og hefur unnið Skotlandsmeistaratitilinn síðustu tvö ár í röð.

Rangers urðu Skotlandsmeistari síðast árið 2021 eftir tæpa áratugs bið í kjölfar gjaldþrots tímabilið 2011/2012. Skoska stórveldið féll alla leið niður í neðstu deild skoska deildakerfisins og þurfti að vinna sig aftur upp á toppinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner