Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
banner
   sun 18. febrúar 2024 11:02
Brynjar Ingi Erluson
Viðurkennir að Juventus sé ekki lengur í titilbaráttu
Mynd: EPA
Adrien Rabiot, leikmaður Juventus á Ítalíu, segir að liðið sé ekki lengur í baráttu um titilinn.

Juventus gerði 2-2 jafntefli við Hellas Verona í gær og er nú níu stigum frá toppliði Inter.

Svo virðist sem Rabiot hafi enga trú á því að Juventus geti unnið deildina þetta árið, en hann segir að nú fari öll orka í að tryggja annað sætið.

„Við verðum að vera raunsæir. Inter er á réttri leið og við verðum að berjast til að halda í annað sætið. Við komum hingað með 53 stig en við þurfum bara að finna taktinn aftur og berjast um annað sætið. Við vorum of þungir á okkur í gær,“ sagði Rabiot.

Rabiot er lykilmaður á miðsvæði Juventus en hann hefur spilað 21 deildarleik og komið að sjö mörkum á leiktíðinni.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner