Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   þri 18. febrúar 2025 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonar að Rashford blómstri hjá Villa, en ekki á morgun
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arne Slot, stjóri Liverpool, tjáði sig á fréttamannafundi í dag um Marcus Rashford sem verður andstæðingur hans á morgun þegar Liverpool heimsækir Villa Park í Birmingham.

Rashford er á láni hjá Villa frá Manchester United. Slot vonar að Rashford blómstri hjá Villa - en þó ekki í leiknum á morgun.

„Ég mætti honum í fyrsta skiptið í æfingaferð í Bandarikjunum og ég var hrifinn. Það hreif mig hversu snöggur hann er, hann er með góða hæð og líður vel með boltann, svo mér finnst hann vera mjög góður leikmaður," segir Slot.

„Ég vona hans vegna að hann sýni það hjá Villa. Auðvitað vona ég ekki að hann geri það á morgun, en ég yrði mjög hissa ef leikmaður með hans gæði myndi ekki sýna það því hann er mjög góður leikmaður að mínu mati," sagði hollenski stjórinn.

Leikur liðanna hefst klukkan 19:30 á morgun. Rashford átti góða innkomu inn í lið Villa gegn Ipswich um helgina og var mjög skapandi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner
banner