Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 18. mars 2021 06:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikar kvenna: Haukar unnnu fjögurra marka sigur
Hildur Karítas skoraði tvö í gærkvöldi
Hildur Karítas skoraði tvö í gærkvöldi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar 5 - 1 Grindavík
1-0 Þórey Björk Eyþórsdóttir ('6)
2-0 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('36)
3-0 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('50)
3-1 Viktoría Ýr Elmarsdóttir ('64)
4-1 Vienna Behnke ('85)
5-1 Þuríður Ásta Guðmundsdóttir ('90+2)

Einn leikur fór fram í B-deild Lengjubikars kvenna í gærkvöldi, Haukar tóku á móti Grindavík á Ásvöllum. Bæði þessi lið leika í Lengjudeildinni í sumar.

Bæði lið voru án stiga fyrir leikinn í kvöld og voru það heimakonur sem settur fyrsta markið snemma leiks. Hildur Karítas skoraði svo sitt fyrra mark á 36. mínútu og sá til þess að Haukar leiddu með tveimur í hléi.

Hildur var aftur á ferðinni á 50. mínútu en Grindavík minnkaði muninn um stundarfjórðungi síðar. Haukar bættu við tveimur mörkum undir lok leiks og unnu því fjögurra marka sigur, 5-1.

B-deildin heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner