Búlgarska félagið Arda Kardzhali hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það biðst afsökunar á að hafa haldið mínútu þögn fyrir fyrrum leikmann félagsins, en það uppgötvaðist síðar þann daginn að hann er enn á lífi.
Arda Kardzhali var að mæta Levski Sofia í úrvalsdeildinni í Búlgaríu og stóðu leikmenn við miðjubogann til að minnast Petko Ganchev.
Ganchev þessi spilaði árum áður með Arda og vildi félagið gera eitthvað fallegt til að minnast hans.
Áður en leiknum lauk birti þessi fyrrum leikmaður skilaboð á samfélagsmiðlum til að staðfesta að hann væri enn á lífi og neyddist Arda til þess að senda frá sér afsökunarbeiðni.
„Stjórn PFC Arda vill biðja fyrrum leikmann félagsins, Petko Ganchev, og ástvini hans innilegrar afsökunar eftir að félagið fékk rangar upplýsingar varðandi andlát hans. Við óskum að Ganchev verði heilsuhraustur til margra ára og njóti árangurs Arda,“ segir í yfirlýsingunni.
Šta rade Bugari... Održali su majstori minut ?utanja za bivšeg igra?a Petka Gancheva koji je živ, pa im se javio na poluvremenu. To ni #CrnogorskiFudbal nije uspio... pic.twitter.com/6DqeSV3Flw
— CGsport.me (@cgsportme) March 17, 2025
Athugasemdir