Stórsigur hjá Gróttu - Mídas og Ægir áfram eftir framlengingu
Nóg var af leikjum sem hófust klukkan 14:00 í Mjólkurbikarnum í dag.
Ótrúleg úrslit urðu á Ólafsvíkur velli þegar 4. deildarlið Úlfana niðurlægði heimamenn. Víkingur datt út í undanúrslitunum í fyrra í vítaspyrnukeppni gegn Breiðablik.
Emmanuel Eli Keke fékk rautt spjald á 20. mínútu hjá Víkingum í stöðunni 1-0. Gestirnir jöfnuðu strax í kjölfarið en Víkingur leiddi þó í hálfleik 2-1. Í seinni hálfleik völtuðu svo Úlfarnir yfir Víkingana og unnu að lokum 2-6 útisigur.
ÍR vann góðan sigur á KV á Hertz vellinum. Tvíburarnir Ari og Már Viðarssynir skoruðu tvö af mörkum ÍR. Kórdrengir lögðu Vængi Júpíters á Framvellinum og í Reykjaneshöllinni vann Keflavík sigur á Haukum. Ingimundur Aron gerði mark Keflvíkinga en var vikið af velli með rautt spjald undir lok leiks.
Grótta vann stórsigur á 4. deildarliði KFR á Vivaldi vellinum, 10-0. Pétur Theódór Árnason gerði fernu fyrir Gróttu í leiknum.
Þá var framlengt hjá Elliða og Mídasi annars vegar og KB og Ægir hins vegar. Mídas og Ægir höfðu betur í framlengingunni og eru því komin áfram í 32-liða úrslit ásamt ÍR, Gróttu, Úlfunum, Kórdrengjum og Keflavík. Fyrr í dag komust Þróttur og Afturelding áfram í 32-liða úrslit.
Ótrúleg úrslit urðu á Ólafsvíkur velli þegar 4. deildarlið Úlfana niðurlægði heimamenn. Víkingur datt út í undanúrslitunum í fyrra í vítaspyrnukeppni gegn Breiðablik.
Emmanuel Eli Keke fékk rautt spjald á 20. mínútu hjá Víkingum í stöðunni 1-0. Gestirnir jöfnuðu strax í kjölfarið en Víkingur leiddi þó í hálfleik 2-1. Í seinni hálfleik völtuðu svo Úlfarnir yfir Víkingana og unnu að lokum 2-6 útisigur.
ÍR vann góðan sigur á KV á Hertz vellinum. Tvíburarnir Ari og Már Viðarssynir skoruðu tvö af mörkum ÍR. Kórdrengir lögðu Vængi Júpíters á Framvellinum og í Reykjaneshöllinni vann Keflavík sigur á Haukum. Ingimundur Aron gerði mark Keflvíkinga en var vikið af velli með rautt spjald undir lok leiks.
Grótta vann stórsigur á 4. deildarliði KFR á Vivaldi vellinum, 10-0. Pétur Theódór Árnason gerði fernu fyrir Gróttu í leiknum.
Þá var framlengt hjá Elliða og Mídasi annars vegar og KB og Ægir hins vegar. Mídas og Ægir höfðu betur í framlengingunni og eru því komin áfram í 32-liða úrslit ásamt ÍR, Gróttu, Úlfunum, Kórdrengjum og Keflavík. Fyrr í dag komust Þróttur og Afturelding áfram í 32-liða úrslit.
ÍR 3 - 0 KV
1-0 Ari Viðarsson ('33)
2-0 Ágúst Freyr Hallsson ('74)
Rautt Spjald: KV('78)
3-0 Már Viðarsson ('86)
KB 1 - 2 Ægir Eftir framlengingu
1-0 Aakash Gurung ('74)
1-1 Þorkell Þráinsson ('81)
1-2 Þorkell Þráinsson ('117)
Kórdrengir 1 - 0 Vængir Júpíters
1-0 Daníel Gylfason ('72)
Víkingur Ó. 2 - 6 Úlfarnir
1-0 Pétur Steinar Jóhannsson ('2)
Rautt Spjald: Emmanuel Eli Keke. Víkingur Ó('20)
1-1 Andri Þór Sólbergsson ('21)
2-1 Harley Willard ('35)
2-2 Arnór Siggeirsson ('48)
2-3 Richard Már Gubðrandsson ('54)
2-4 Arnór Siggeirsson ('69)
2-5 Sæmundur Óli Björnsson ('76)
2-6 Aron Snær Ingason ('79)
Keflavík 1 - 0 Haukar
1-0 Ingimundur Aron Guðnason ('41)
Rautt spjald: Ingimundur Aron Guðnason, Keflavík('90)
Grótta 10 - 0 KFR
1-0 Pétur Theódór Árnason ('9)
2-0 Óliver Dagur Thorlacius ('19)
3-0 Óliver Dagur Thorlacius ('27)
4-0 Axel Sigurðarson ('30)
5-0 Pétur Theódór Árnason ('47)
6-0 Kristófer Orri Pétursson ('56)
7-0 Björn Axel Guðjónsson ('58)
8-0 Pétur Theódór Árnason ('66)
9-0 Pétur Theódór Árnason ('68)
10-0 Grímur Ingi Jakobsson ('83)
Elliði 1 - 2 Mídas Eftir framlengingu
0-1 Óskar Þór Jónsson ('60)
1-1 Styrmir Erlendsson ('85)
1-2 Þór Steinar Ólafs ('110)
Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir