Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 21:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur - Leverkusen áfram eftir jafntefli í Lundúnum
Mynd: Getty Images
Leverkusen er komið áfram
Leverkusen er komið áfram
Mynd: EPA
Dybala gulltryggði Roma farseðilinn í undanúrslitin
Dybala gulltryggði Roma farseðilinn í undanúrslitin
Mynd: EPA

Liverpool er úr leik í Evrópudeildinni þrátt fyrir sigur gegn Atalanta á Ítalíu í kvöld.


Mohamed Salah kom Liverpool yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu og hefði getað bætt öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks þegar hann vippaði yfir Juan Musso í marki Atalanta en boltinn fór vel framhjá markinu.

Stuttu síðar skoraði Teun Koopmeiners fyrir Atalanta en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Liverpool fékk tækifæri til að skora snemma í síðari hálfleik. Salah enn og aftur í færi en Musso sér við honum en það kom ekki að sök þar sem Salah var rangstæður.

Nær komst Liverpool liðið ekki og sigur Atalanta staðreynd.

West Ham er úr leik eftir jafntefli gegn þýsku meisturunum í Leverkusen. Michail Antonio kom West Ham yfir þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Jarrod Bowen. Jeremie Frimpong tryggði Leverkusen jafntefli og samanlagt 3-1 sigur í einvíginu með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Roma vann Ítalíuslaginn gegn AC Milan en Gianluca Mancini og Paolo Dybala skoruðu mörk Roma snemma leiks. Zeki Celik leikmaður Roma var rekinn af velli eftir hálftíma leik. Matteo Gabbia klóraði í bakkann fyrir Milan en það var of seint.

Roma 2 - 1 Milan (3-1 samanlegt)
1-0 Gianluca Mancini ('12 )
2-0 Paulo Dybala ('22 )
2-1 Matteo Gabbia ('85 )
Rautt spjald: Zeki Celik, Roma ('31)

Atalanta 0 - 1 Liverpool (3-1 samanlegt)
0-1 Mohamed Salah ('7 , víti)

West Ham 1 - 1 Bayer (1-3 samanlagt)
1-0 Michail Antonio ('13 )
1-1 Jeremie Frimpong ('89 )

Marseille 1 - 0 Benfica (framlenging í gangi)
1-0 Faris Moumbagna ('79 )


Athugasemdir
banner
banner