Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   fös 18. apríl 2025 15:55
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Þægilegt fyrir ÍA og Selfoss - Framlengt á Húsavík
Mynd: ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Selfoss
Það hófust þrír leikir í Mjólkurbikar karla klukkan 14:00 og er tveimur þeirra lokið, þar sem ÍA og Selfoss sigruðu þægilega gegn Gróttu og Haukum.

Á Seltjarnarnesi voru Skagamenn sterkari og tók Viktor Jónsson forystuna með góðum skalla eftir laglegan undirbúning frá Jóni Gísla Eyland Gíslasyni frá hægri vængnum.

Ómar Björn Stefánsson tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks en Caden Robert McLagan minnkaði muninn skömmu síðar með glæsilegu bylmingsskoti.

Það leið þó ekki á löngu þar til ÍA tvöfaldaði forystuna á ný og aftur var Ómar Björn á ferðinni, eftir fyrirgjöf frá Jóni Gísla.

Staðan var orðin 1-3 eftir 55 mínútur og innsiglaði Gísli Laxdal Unnarsson sigurinn átta mínútum síðar. Lokatölur 1-4.

Grótta 1 - 4 ÍA
0-1 Viktor Jónsson ('38)
0-2 Ómar Björn Stefánsson ('49)
1-2 Caden Robert McLagan ('53)
1-3 Ómar Björn Stefánsson ('55)
1-4 Gísli Laxdal Unnarsson ('63)

Lestu um leikinn



Á Selfossi fóru heimamenn létt með Hauka, þar sem Elvar Orri Sigurbjörnsson skoraði snemma leiks áður en Frosti Brynjólfsson tvöfaldaði forystuna.

Staðan var 2-0 í leikhlé og setti Elvar Orri þriðja mark Selfyssinga í síðari hálfleik, áður en Ívan Breki Sigurðsson kláraði leikinn með fjórða markinu.

Lokatölur 4-0 fyrir Selfoss sem fer þægilega áfram í næstu umferð.

Selfoss 4 - 0 Haukar
1-0 Elvar Orri Sigurbjörnsson ('4)
2-0 Frosti Brynjólfsson ('26)
3-0 Elvar Orri Sigurbjörnsson ('68)
4-0 Ívan Breki Sigurðsson ('70)

Lestu um leikinn

Völsungur og Þróttur R. skildu að lokum jöfn á Húsavík og er leikurinn kominn í framlengingu
Athugasemdir