Lucas Moura leikmaður Tottenham mun yfirgefa félagið í sumar þegar samningur hans rennur út. Þetta staðfestir félagið í dag.
Þessi þrítugi Brasilíumaður gekk til liðs við félagið árið 2018 frá PSG og hefur leikið 219 leiki og skorað í þeim 38 mörk í búningi Tottenham.
Hann hefur ekki verið í náðinni í aðalliðinu undanfarið en hann hefur leikið með u21 liði félagsins undanfarnar vikur.
Hann skrifaði nafn sitt í sögubækur félagsins árið 2019 þegar hann skoraði þrennu í seinni hálfleik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Ajax og kom liðinu í úrslit.
Hann hefur leikið 35 landsleiki fyrir Brasilíu og skorað 4 mörk.
Athugasemdir