Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   lau 18. maí 2024 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Jakob og Juan rúlluðu yfir Reyni í Sandgerði
Jakob Gunnar skoraði þrennu í Sandgerði.
Jakob Gunnar skoraði þrennu í Sandgerði.
Mynd: Hafþór Hreiðarsson
Reynir S. 0 - 5 Völsungur
0-1 Juan Guardia Hermida ('8 )
0-2 Jakob Gunnar Sigurðsson ('10 )
0-3 Juan Guardia Hermida ('38 )
0-4 Jakob Gunnar Sigurðsson ('45 , Mark úr víti)
0-5 Jakob Gunnar Sigurðsson ('53 )

Völsungur heimsótti Reyni Sandgerði í lokaleik dagsins í 2. deild karla og áttu gestirnir verulega góðan leik.

Juan Guardia Hermida skoraði fyrsta mark Völsungs á áttundu mínútu og tvöfaldaði Jakob Gunnar Sigurðsson forystunna skömmu síðar.

Juan gerði þrifðja mark Völsungs áður en Jakob Gunnar bætti tveimur mörkum við til að fullkomna þrennu í sigrinum.

Þetta var fyrsti sigur Völsungs á deildartímabilinu og eru Húsvíkingar með þrjú stig eftir þrjár umferðir, alveg eins og Reynismenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner