Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   lau 18. maí 2024 12:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ásdís Karen í liði vikunnar
Mynd: Aðsend

Ásdís Karen Halldórsdóttir er í liði vikunnar í norsku deildinni eftir að hún skoraði í sigri Lilleström gegn Stabæk á dögunum.


Leiknum lauk með 3-2 sigri Lilleström en Ásdís kom liðinu yfir eftir tíu mínútna leik.

Hún hefur verið fastamaður í liðinu og skorað tvö mörk í átta leikjum. Lilleström er í 4. sæti með 14 stig eftir átta umferðir.

Félagið er hins vegar í miklum fjarhagsvandræðum en liðið ætti að vera með 15 stig en eitt stig hefur verið dregið af liðinu vegna fjárhagsvandræðanna.

Ásdís gekk til liðs við félagið frá Val í vetur. Hún hefur staðið sig gríðarlega vel hjá norska liðinu en hún er á topp tíu að mati Sofascore í fyrstu umferðunum með tæplega 7.5 í meðaleinkunn.

Hún er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Austurríki í tveimur leikjum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn fer fram á Joska Arena í Ried Im Innkreis föstudaginn 31. maí og sá seinni verður á Laugardalsvelli þriðjudaginn 4. júní.


Athugasemdir
banner
banner
banner