Heimild: Vísir
Kvennalið norska félagsins Lilleström er í miklum fjárhagsvandræðum og hefur norska fótboltasambandið ákveðið að draga eitt stig af liðinu vegna aðstæðna. Stjórnendur Lilleström hafa tvær vikur til að áfrýja dómnum.
Lilleström var með 12 stig eftir sjö fyrstu umferðir tímabilsins en er núna með 11 stig eftir þennan úrskurð.
Ásdís Karen Halldórsdóttir er mikilvægur hlekkur í framlínu Lilleström eftir að hafa verið fengin til félagsins frá Val núna í vetur. Hún skoraði í sínum fyrsta leik fyrir LSK en hefur síðan þá spilað sex leiki í viðbót án þess að skora.
Félagið hefur tekið upp á ýmsu til að halda rekstri kvennaliðsins gangandi, þar sem starfsfólk hefur verið rekið frá félaginu og æfingatímum liðsins fækkað til að nefna dæmi.
Lilleström er með sterkan leikmannahóp og vonast til að komast í gegnum þessa fjárhagsörðugleika.
Athugasemdir