Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 1 Njarðvík
„Það er ekki hægt að byrja betur, allavega ekki það sem ég kann allavega í þessum fótbolta þá eru bara þrjú stig fyrir að vinna leiki." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga ánægður með fullt hús og fullkomna byrjun á mótinu.
„Þetta er búið að vera frábært. Ótrúlega stoltur af strákunum hérna að koma á þennan erfiða útivöll og spilum á móti góðu fótboltaliði sem að vill spila fótbolta eins og við. Þannig þetta var svolítið 'neck in neck' fannst mér."
„Við vorum ívið betri í fyrri hálfleik fannst mér. Við hefðum átt að skora úr þessum færum, dauðafærum sem við fengum og það hefði kannski breytt myndinni eitthvað."
„Í seinni hálfleik voru þeir aðeins ofan á fannst mér. Mér fannst þeir svona vera aðeins líklegri en svo veit ég það að við erum stór hættulegir í skyndisóknum og við skorum upp úr því. Við vorum fjórir á móti einum, andskotinn hafi það ef við skorum ekki úr því en það var ljúft að sjá hann inni."
Njarðvíkingar fá ÍBV í heimsókn í næstu umferð og verður það í fyrsta skiptið sem Gunnar Heiðar mætir sínu uppeldisfélagi.
„Ég get alveg viðurkennt það að þetta verður mjög sérstakt að vera í hinumeginn á vellinum á móti ÍBV. Það verður mjög skrítið og ég hef aldrei gert það á ævinni og er aðeins búin að vera hugsa um þetta síðustu daga að það fer að styttast í þetta og þetta verður erfitt fyrir mig, ég get alveg viðurkennt það."
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |