Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
   lau 18. maí 2024 16:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar heimsóttu Þrótt í 3.umferð Lengjudeildar karla í dag. Leikurinn fór fram á Avis vellinum í Laugardalnum og voru Njarðvíkingar fyrir leikinn með fullt hús á toppi deildarinnar. 

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Njarðvík

„Það er ekki hægt að byrja betur, allavega ekki það sem ég kann allavega í þessum fótbolta þá eru bara þrjú stig fyrir að vinna leiki." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga ánægður með fullt hús og fullkomna byrjun á mótinu. 

„Þetta er búið að vera frábært. Ótrúlega stoltur af strákunum hérna að koma á þennan erfiða útivöll og spilum á móti góðu fótboltaliði sem að vill spila fótbolta eins og við. Þannig þetta var svolítið 'neck in neck' fannst mér." 

„Við vorum ívið betri í fyrri hálfleik fannst mér. Við hefðum átt að skora úr þessum færum, dauðafærum sem við fengum og það hefði kannski breytt myndinni eitthvað." 

„Í seinni hálfleik voru þeir aðeins ofan á fannst mér. Mér fannst þeir svona vera aðeins líklegri en svo veit ég það að við erum stór hættulegir í skyndisóknum og við skorum upp úr því. Við vorum fjórir á móti einum, andskotinn hafi það ef við skorum ekki úr því en það var ljúft að sjá hann inni."

Njarðvíkingar fá ÍBV í heimsókn í næstu umferð og verður það í fyrsta skiptið sem Gunnar Heiðar mætir sínu uppeldisfélagi.

„Ég get alveg viðurkennt það að þetta verður mjög sérstakt að vera í hinumeginn á vellinum á móti ÍBV. Það verður mjög skrítið og ég hef aldrei gert það á ævinni og er aðeins búin að vera hugsa um þetta síðustu daga að það fer að styttast í þetta og þetta verður erfitt fyrir mig, ég get alveg viðurkennt það." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner