Cunha og Osimhen orðaðir við Man Utd - Inter Miami vill De Bruyne - Fjölgar í kapphlaupinu um Delap
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
   lau 18. maí 2024 16:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar heimsóttu Þrótt í 3.umferð Lengjudeildar karla í dag. Leikurinn fór fram á Avis vellinum í Laugardalnum og voru Njarðvíkingar fyrir leikinn með fullt hús á toppi deildarinnar. 

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Njarðvík

„Það er ekki hægt að byrja betur, allavega ekki það sem ég kann allavega í þessum fótbolta þá eru bara þrjú stig fyrir að vinna leiki." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga ánægður með fullt hús og fullkomna byrjun á mótinu. 

„Þetta er búið að vera frábært. Ótrúlega stoltur af strákunum hérna að koma á þennan erfiða útivöll og spilum á móti góðu fótboltaliði sem að vill spila fótbolta eins og við. Þannig þetta var svolítið 'neck in neck' fannst mér." 

„Við vorum ívið betri í fyrri hálfleik fannst mér. Við hefðum átt að skora úr þessum færum, dauðafærum sem við fengum og það hefði kannski breytt myndinni eitthvað." 

„Í seinni hálfleik voru þeir aðeins ofan á fannst mér. Mér fannst þeir svona vera aðeins líklegri en svo veit ég það að við erum stór hættulegir í skyndisóknum og við skorum upp úr því. Við vorum fjórir á móti einum, andskotinn hafi það ef við skorum ekki úr því en það var ljúft að sjá hann inni."

Njarðvíkingar fá ÍBV í heimsókn í næstu umferð og verður það í fyrsta skiptið sem Gunnar Heiðar mætir sínu uppeldisfélagi.

„Ég get alveg viðurkennt það að þetta verður mjög sérstakt að vera í hinumeginn á vellinum á móti ÍBV. Það verður mjög skrítið og ég hef aldrei gert það á ævinni og er aðeins búin að vera hugsa um þetta síðustu daga að það fer að styttast í þetta og þetta verður erfitt fyrir mig, ég get alveg viðurkennt það." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner