Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   lau 18. maí 2024 16:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar heimsóttu Þrótt í 3.umferð Lengjudeildar karla í dag. Leikurinn fór fram á Avis vellinum í Laugardalnum og voru Njarðvíkingar fyrir leikinn með fullt hús á toppi deildarinnar. 

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Njarðvík

„Það er ekki hægt að byrja betur, allavega ekki það sem ég kann allavega í þessum fótbolta þá eru bara þrjú stig fyrir að vinna leiki." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga ánægður með fullt hús og fullkomna byrjun á mótinu. 

„Þetta er búið að vera frábært. Ótrúlega stoltur af strákunum hérna að koma á þennan erfiða útivöll og spilum á móti góðu fótboltaliði sem að vill spila fótbolta eins og við. Þannig þetta var svolítið 'neck in neck' fannst mér." 

„Við vorum ívið betri í fyrri hálfleik fannst mér. Við hefðum átt að skora úr þessum færum, dauðafærum sem við fengum og það hefði kannski breytt myndinni eitthvað." 

„Í seinni hálfleik voru þeir aðeins ofan á fannst mér. Mér fannst þeir svona vera aðeins líklegri en svo veit ég það að við erum stór hættulegir í skyndisóknum og við skorum upp úr því. Við vorum fjórir á móti einum, andskotinn hafi það ef við skorum ekki úr því en það var ljúft að sjá hann inni."

Njarðvíkingar fá ÍBV í heimsókn í næstu umferð og verður það í fyrsta skiptið sem Gunnar Heiðar mætir sínu uppeldisfélagi.

„Ég get alveg viðurkennt það að þetta verður mjög sérstakt að vera í hinumeginn á vellinum á móti ÍBV. Það verður mjög skrítið og ég hef aldrei gert það á ævinni og er aðeins búin að vera hugsa um þetta síðustu daga að það fer að styttast í þetta og þetta verður erfitt fyrir mig, ég get alveg viðurkennt það." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner