Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. júní 2021 19:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeildin: Kórdrengir upp í 2. sætið - ÍBV á skriði
Lengjudeildin
Kórdrengir unnu sigur fyrir norðan!
Kórdrengir unnu sigur fyrir norðan!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum er lokið í Lengjudeildinni i kvöld. Kórdrengir unnu 1-0 sigur á SaltPay-vellinum gegn Þór og ÍBV lagði Fjölni á Hásteinsvelli.

Þetta er annar sigur Kórdrengja í röð og annar sigur ÍBV í röð. Bæði lið hafa náð í þrettán stig í síðustu fimm leikjum. Tap Þórs er annað tap liðsins í röð.

Sigurður Grétar Benónýsson skoraði eina mark leiksins í Eyjum eftir undirbúning frá Telmo Castanheira og Þórir Rafn Þórisson skoraði eina mark leiksins fyrir norðan eftir skot úr vítateig Þórs.

„KÓRDRENGIR KOMAST YFIR!! Eftir um það bil 500 skottilraunir inní vítateig Þórs á 5 sekúndum þá potar Þórir boltanum upp í fjærhornið! 0-1!" skrifaði Daníel Smári Magnússon í textalýsingu frá SaltPay-vellinum.

Kórdrengir (14 stig) fara upp í 2. sæti deildarinnar, ÍBV (13 stig) fer upp í 3. sætið og Fjölnir (13 stig) er sem stendur í 4. sæti deildarinnar. Þór er með sjö stig í neðri hluta deildarinnar. Nú eru í gangi tveir leikir í deildinni og á morgun mætir Víkingur Ólafsvík liði Vestra í lokaleik 7. umferðar.

ÍBV 1 - 0 Fjölnir
1-0 Sigurður Grétar Benónýsson ('18 )
Lestu um leikinn

Þór 0 - 1 Kórdrengir
0-1 Þórir Rafn Þórisson ('76 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner