Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. júlí 2022 16:22
Elvar Geir Magnússon
Rotherham
Dansandi ógæfufólk, biluð bjórdæla og steikjandi hiti
Icelandair
Sjálfboðaliði frá UEFA spreyjar köldu vatni á íslenskt stuðningsfólk.
Sjálfboðaliði frá UEFA spreyjar köldu vatni á íslenskt stuðningsfólk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikilvægt er að bera á sig sólarvörn.
Mikilvægt er að bera á sig sólarvörn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er steikjandi hiti í Rotherham borg þar sem íslenskir stuðningsmenn eru að hita upp fyrir leikinn gegn Frakklandi á EM kvenna. Það er 37 stiga hiti (til gamans má geta að á Tenerife er 27 stiga hiti).

Sjálfboðaliðar fara milli fólks, spreyja á það köldu vatni og minna á mikilvægi þess að drekka vatn og bera á sig sólarvörn.

Það var ekki alveg sama partí-stemning á FanZone svæðinu í Rotherham eins og var í leikjunum í Manchester.

Einhverjir stuðningsmenn hafa skilað sér seint í borgina þar sem vandamál eru með almenningssamgöngur vegna hitabylgjunnar, þá voru margir hálf deyfðir í sólinni og margir gripu í tómt þegar þeir ætluðu að kæla sig með bjórdrykkju.

Dælurnar í bjórbílnum biluðu í hitanum og því er ekki seldur bjór á svæðinu. Í nálægð eru þó heiðarlegir teppalagðir barir þar sem hægt er að væta kverkarnar.

Þá er léttklætt ógæfufólk áberandi á stuðningsmannasvæðinu, dansar og skemmtir sér í hitanum. Hér að neðan má sjá glænýjar myndir frá ljósmyndurum Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner