Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. ágúst 2022 14:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Breiðabliks í Þrándheimi: Heiðdís og Laufey koma inn
Rakel Hönnudóttir varamarkvörður
Sigri á Selfossi fagnað
Sigri á Selfossi fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðdís kemur inn
Heiðdís kemur inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:00 mætir Breiðablik liði Rosenborgar í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Í húfi er sæti í úrslitaleik um sæti í næstu umferð. Sá leikur færi fram á sunnudag.

Sigurliðið í leiknum mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi í úrslitaleiknum.

Lestu um leikinn: Rosenborg 4 -  2 Breiðablik

Rosenborg er næstbesta lið Noregs um þessar stundir. Liðið er í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Brann sem er á toppi deildarinnar. Breiðablik er einmitt í 2. sæti Bestu deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Vals.

Tvær breytingar eru á byrjunarliði Breiðabliks frá sigrinum gegn Selfossi í undanúrslitum bikarsins á laugardag. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Hildur Þóra Hákonardóttir eru farnar til náms í Harvard og inn í liðið koma þær Laufey Harpa Halldórsdóttir og Heiðdís Lillýardóttir. Rakel Hönnudóttir er á varamannabekknum og er skráð sem varamarkvörður.

Hjá Rosenborg er Blikinn Selma Sól Magnúsdóttir í byrjunarliðinu.

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Eva Nichole Persson (m)
2. Natasha Moraa Anasi (f)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Taylor Marie Ziemer
10. Clara Sigurðardóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
25. Anna Petryk
26. Laufey Harpa Halldórsdóttir
28. Birta Georgsdóttir

Sjá einnig:
Textalýsing
Fengu ekki grænt ljós frá Harvard fyrir úrslitaleik í Þrándheimi
Athugasemdir
banner
banner
banner