Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   lau 18. september 2021 15:39
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Aston Villa og Everton: Begovic í markinu og Rondon byrjar
Mynd: Heimasíða Everton
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 16:30 en þá mætast Aston Villa og Everton á Villa Park í Birmingham.

Aston Villa er með fjögur stig eftir fjóra leiki en Everton hefur hins vegar byrjað tímabilið mjög vel undir stjórn Rafa Benitez. Liðið er með tíu stig eða jafnmörg og Manchester United, Chelsea og Liverpool.

Dean Smith, stjóri Villa, gerir eina breytingu frá 3-0 tapleiknum gegn Chelsea um síðustu helgi. Emiliano Martinez kemur inn í markið fyrir Jed Steer.

Rafa Benitez, stjóri Everton, gerir þrjár breytingar frá sigurleiknum góða gegn Burnley á mánudagskvöldið.

Jordan Pickford er ekki með í dag og Asmir Begovic stendur í rammanum. Þá koma Salomon Rondon og Iwobi inn í liðið. Brassinn Richarlison er ekki í leikmannahópnum.

Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Tuanzebe, Mings, Targett, McGinn, Douglas Luiz, Ramsey, Ings, Watkins.

Everton: Begovic, Godfrey, Keane, Mina, Digne, Doucoure, Allan, Gray, Iwobi, Townsend, Rondon.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner