Salernitana 0 - 1 Atalanta
0-1 Duvan Zapata ('75 )
0-1 Duvan Zapata ('75 )
Atalanta vann annan leik sinn í Seríu A á þessu tímabili er liðið lagði nýliða Salernitana, 1-0, í kvöld.
Franck Ribery var í fyrsta sinn í byrjunarliði Salernitana og var liðið betri aðilinn í kvöld. Mamadou Coulibaly skaut í slá og Joel Obi í stöng.
Juan Musso, markvörður Atalanta, hafði nóg að gera í markinu en það var Atalanta sem náði inn sigurmarki. Duvan Zapata gerði það á 75. mínútu eftir sendingu frá Josip Ilicic.
1-0 sigur Atalanta staðreynd og liðið með sjö stig eftir fjóra leiki en Salernitana án stiga.
Athugasemdir