sun 18. september 2022 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Allegri og Nagelsmann eiga ekki í hættu á að vera reknir
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Massimiliano Allegri og Julian Nagelsmann hafa ekki farið vel af stað með sínum félagsliðum á nýju tímabili.


Ítalskir fjölmiðlar tala sífellt meira um að Juventus gæti rekið Allegri og þá eru þýskir fjölmiðlar byrjaðir að efast um þolinmæði stjórnenda FC Bayern í garð Nagelsmann sem er aðeins búinn að vinna einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum.

Þeir hafa þó ekkert að óttast sem stendur miðað við ummæli frá stjórnendum Juve og Bayern.

„Það væri algjör geðveiki að reka Allegri eins og staðan er í dag. Hann er með langtímaverkefni í gangi hérna hjá Juventus yfir næstu fjögur ár," sagði Maurizio Arrivabene, framkvæmdastjóri Juve.

Oliver Kahn, stjórnandi hjá Bayern, tók í svipaða strengi.

„Við höfum fulla trú á Julian. Auðvitað hefur hann áhyggjur, við höfum allir áhyggjur, en við erum sannfærðir um að Julian sé rétti maðurinn í starfið," sagði Kahn.

„Það eru líklegast einhverjir leikmenn sem halda að deildarkeppnin sé ekki jafn mikilvæg og Meistaradeildin. Það er óásættanlegt."




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner