Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   sun 18. september 2022 15:09
Ívan Guðjón Baldursson
England: Maupay tryggði fyrsta sigur Everton
Mynd: EPA

Everton 1 - 0 West Ham
1-0 Neal Maupay ('53)


Neal Maupay gerði eina mark leiksins er Everton lagði West Ham United að velli í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar fyrir landsleikjahlé.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik og skoraði Maupay í upphafi þess síðari. Maupay gerði laglegt mark úr erfiðu færi eftir undirbúning frá Alex Iwobi,

Hamrarnir áttu ekki mikið af svörum við þéttum varnarleik Everton sem tókst að halda forystunni til leiksloka. 

Gestirnir komust nokkrum sinnum í álitlegar stöður en boltinn rataði ekki í netið og fyrsti sigur Everton á deildartímabilinu staðreynd.

Lærisveinar Frank Lampard eru með sjö stig eftir sjö umferðir og skilja West Ham eftir með fjögur stig.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner