Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 18. september 2022 17:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Erum hvergi nærri hólpin
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru bara gríðarleg vonbrigði með úrslitin að sjálfsögðu sem og frammistöðuna og hvernig stelpurnar komu til leiks. Ég er bara virkilega svekktur með það.“ Sagði auðsjáanlega svekktur þjálfari Keflavḱur Gunnar Magnús Jónsson eftir 3-1 tap Keflavíkur gegn Þór/KA í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Þór/KA

Eftir nokkuð jafnfræði framan af fyrri hálfleik komst Þór/KA yfir eftir skelfileg mistök í öftustu línu Keflavḱur. Vont fyrir heimakonur þar sem tilfinning fréttaritara úr stúkunni var sú að það lið sem yrði fyrra til að skora væri líklegast að fara að vinna leikinn.

„Ég er alveg fullkomnlega sammála því og þetta snerist svolítið um það. Það var ekkert að gerast í fyrri hálfleik og lítið eftir og við vorum bara að reyna að komast inn í hálfleikinn og endurskipuleggja okkur með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Mörk er svo alltaf ódýr en þetta fyrsta mark sem við gáfum þeim var bara snemmbúin jólagjöf og gerði svolítið út um leikinn. “

Þrátt fyrir tapið er Keflavík ennþá með örlög sín í eigin höndum og er þegar þetta er skrifað með 4 stiga forskot á lið Aftureldingar sem á þó eftir að mæta Breiðablik í Kópavogi í kvöld.

„Þetta snýst bara um að hugsa um okkur og við verðum bara að taka hvern leik fyrir sig og reyna að hala inn stigum. Vissulega á Afturelding eftir erfitt prógram en við erum búin að sjá að í fótbolta getur allt gerst og við erum hvergi nærri hólpin.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner