Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   sun 18. september 2022 17:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Erum hvergi nærri hólpin
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru bara gríðarleg vonbrigði með úrslitin að sjálfsögðu sem og frammistöðuna og hvernig stelpurnar komu til leiks. Ég er bara virkilega svekktur með það.“ Sagði auðsjáanlega svekktur þjálfari Keflavḱur Gunnar Magnús Jónsson eftir 3-1 tap Keflavíkur gegn Þór/KA í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Þór/KA

Eftir nokkuð jafnfræði framan af fyrri hálfleik komst Þór/KA yfir eftir skelfileg mistök í öftustu línu Keflavḱur. Vont fyrir heimakonur þar sem tilfinning fréttaritara úr stúkunni var sú að það lið sem yrði fyrra til að skora væri líklegast að fara að vinna leikinn.

„Ég er alveg fullkomnlega sammála því og þetta snerist svolítið um það. Það var ekkert að gerast í fyrri hálfleik og lítið eftir og við vorum bara að reyna að komast inn í hálfleikinn og endurskipuleggja okkur með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Mörk er svo alltaf ódýr en þetta fyrsta mark sem við gáfum þeim var bara snemmbúin jólagjöf og gerði svolítið út um leikinn. “

Þrátt fyrir tapið er Keflavík ennþá með örlög sín í eigin höndum og er þegar þetta er skrifað með 4 stiga forskot á lið Aftureldingar sem á þó eftir að mæta Breiðablik í Kópavogi í kvöld.

„Þetta snýst bara um að hugsa um okkur og við verðum bara að taka hvern leik fyrir sig og reyna að hala inn stigum. Vissulega á Afturelding eftir erfitt prógram en við erum búin að sjá að í fótbolta getur allt gerst og við erum hvergi nærri hólpin.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner