Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 18. september 2022 17:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Erum hvergi nærri hólpin
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru bara gríðarleg vonbrigði með úrslitin að sjálfsögðu sem og frammistöðuna og hvernig stelpurnar komu til leiks. Ég er bara virkilega svekktur með það.“ Sagði auðsjáanlega svekktur þjálfari Keflavḱur Gunnar Magnús Jónsson eftir 3-1 tap Keflavíkur gegn Þór/KA í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Þór/KA

Eftir nokkuð jafnfræði framan af fyrri hálfleik komst Þór/KA yfir eftir skelfileg mistök í öftustu línu Keflavḱur. Vont fyrir heimakonur þar sem tilfinning fréttaritara úr stúkunni var sú að það lið sem yrði fyrra til að skora væri líklegast að fara að vinna leikinn.

„Ég er alveg fullkomnlega sammála því og þetta snerist svolítið um það. Það var ekkert að gerast í fyrri hálfleik og lítið eftir og við vorum bara að reyna að komast inn í hálfleikinn og endurskipuleggja okkur með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Mörk er svo alltaf ódýr en þetta fyrsta mark sem við gáfum þeim var bara snemmbúin jólagjöf og gerði svolítið út um leikinn. “

Þrátt fyrir tapið er Keflavík ennþá með örlög sín í eigin höndum og er þegar þetta er skrifað með 4 stiga forskot á lið Aftureldingar sem á þó eftir að mæta Breiðablik í Kópavogi í kvöld.

„Þetta snýst bara um að hugsa um okkur og við verðum bara að taka hvern leik fyrir sig og reyna að hala inn stigum. Vissulega á Afturelding eftir erfitt prógram en við erum búin að sjá að í fótbolta getur allt gerst og við erum hvergi nærri hólpin.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner