Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
banner
   sun 18. september 2022 17:20
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Erum hvergi nærri hólpin
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru bara gríðarleg vonbrigði með úrslitin að sjálfsögðu sem og frammistöðuna og hvernig stelpurnar komu til leiks. Ég er bara virkilega svekktur með það.“ Sagði auðsjáanlega svekktur þjálfari Keflavḱur Gunnar Magnús Jónsson eftir 3-1 tap Keflavíkur gegn Þór/KA í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Þór/KA

Eftir nokkuð jafnfræði framan af fyrri hálfleik komst Þór/KA yfir eftir skelfileg mistök í öftustu línu Keflavḱur. Vont fyrir heimakonur þar sem tilfinning fréttaritara úr stúkunni var sú að það lið sem yrði fyrra til að skora væri líklegast að fara að vinna leikinn.

„Ég er alveg fullkomnlega sammála því og þetta snerist svolítið um það. Það var ekkert að gerast í fyrri hálfleik og lítið eftir og við vorum bara að reyna að komast inn í hálfleikinn og endurskipuleggja okkur með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Mörk er svo alltaf ódýr en þetta fyrsta mark sem við gáfum þeim var bara snemmbúin jólagjöf og gerði svolítið út um leikinn. “

Þrátt fyrir tapið er Keflavík ennþá með örlög sín í eigin höndum og er þegar þetta er skrifað með 4 stiga forskot á lið Aftureldingar sem á þó eftir að mæta Breiðablik í Kópavogi í kvöld.

„Þetta snýst bara um að hugsa um okkur og við verðum bara að taka hvern leik fyrir sig og reyna að hala inn stigum. Vissulega á Afturelding eftir erfitt prógram en við erum búin að sjá að í fótbolta getur allt gerst og við erum hvergi nærri hólpin.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner