Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mán 18. september 2023 15:45
Elvar Geir Magnússon
Fimmtán úr gullliði Spánar valdir - Hermoso ekki í hópnum
Montse Tome.
Montse Tome.
Mynd: Getty Images
Jenni Hermoso var ekki valin í landsliðshóp Spánar sem tilkynntur var í dag. Margir leikmenn liðsins sögðust ekki ætla að gefa kost á sér eftir að Luis Rubiales kyssti sóknarmanninn Jenni Hermoso eftir úrslitaleik HM í síðasta mánuði.

Mikið fjölmiðlafár skapaðist og Rubiales sagði á endanum af sér sem forseti spænska fótboltasambandins. Þrátt fyrir það sögðust 39 atvinnukonur á föstudaginn síðasta áfram neita að spila fyrir spænska landsliðið þar til frekari breytingar yrðu gerðar, þar af 21 af 23 þeirra sem voru í hópnum sem vann HM.

Í landsliðshópi Spánar sem Montse Tome, nýr landsliðsþjálfari eftir að Jorge Vilda var rekinn, kynnti í morgun nýjan hóp. Hermoso er ekki í honum en þar eru þó alls fimmtán leikmenn úr HM hópnum.

Ekki er vitað hvort þeir leikmenn sem voru valdir hafi hætt við verkfallið en Tome sagðist hafa rætt við þessa leikmenn. Hún vildi þó ekki fara nánar út í það hvað var rætt. Fyrr í morgun hafði spænska fótboltasambandið hvatt þá leikmenn sem höfðu sagst í verkfalli að endurskoða afstöðu sína.

„Við stöndum með Jenni. Við teljum að það besta til að verja hana sé að hvíla hana núna. En við treystum á Jenni," segir Tome.

Spánn er að fara að keppa gegn Svíþjóð í Þjóðadeildinni á föstudag og svo gegn Sviss í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner