Íslendingalið Kristianstad átti að spila við Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í dag, en þeim leik hefur verið frestað vegna veðurs.
Það er búið að snjóa mikið í Umeå og ekki var hægt að spila leikinn vegna þess.
Neðst í fréttinni má sjá myndskeið frá vellinum í dag.
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad og í leikmannahópi liðsins eru tveir Íslendingar, þær Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir.
Kristianstad er í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og getur með sigri á Umeå, þegar sá leikur fer fram, náð fimm stiga forystu á næsta lið. Þriðja sætið í sænsku úrvalsdeildinni veitir þáttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Gautaborg er með fjögurra stiga forystu á Íslendingalið Rosengård þegar liðin eiga þrjá leiki eftir. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård þegar liðið gerði jafntefli við Vittsjö í gær.
Question of the day: Will the match between Umeå IK and Kristianstad DFF be played in Damallsvenskan in Sweden today? Kick off was det to be 15 minutes ago 😅 pic.twitter.com/glI5ktXk5d
— meriksson_photo (@mia_eriksson) October 18, 2020
Athugasemdir