Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 18. október 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moukoko varð fyrir fordómum eftir að hann skoraði þrennu
Youssoufa Moukoko. Hann skoraði þrennu fyrir U19 lið Dortmund.
Youssoufa Moukoko. Hann skoraði þrennu fyrir U19 lið Dortmund.
Mynd: Getty Images
Schalke hefur sent frá sér afsökunarbeiðni til Youssoufa Moukoko, sóknarmanns Borussia Dortmund, sem varð fyrir rasísku aðkasti í leik hjá U19 liðum í dag.

Hinn 15 ára gamli Moukoko skoraði þrennu fyrir U19 lið Dortmund í 3-2 sigri á Schalke, en það er mikill rígur á milli þessara tveggja félaga.

Stuðningsmenn Schalke mættu á völlinn og hópur þeirra hegðaði sér eins og fávitar. Hann var kallaður illum nöfnum og var meðal annars sagt að öll bein hans yrðu brotin. Schalke segist ætla að rannsaka málið.

Moukoko er undrabarn í orðsins fyllstu merkingu. Hann er aðeins 15 ára gamall og hefur slegið hvert metið á fætur öðru með unglingaliðum Dortmund. Hann verður 16 ára í nóvember og getur hann þá byrjað að spila með aðalliði Dortmund.

Youssoufa Moukoko er eflaust nafn sem að fótboltaunnendur munu heyra og segja mikið í framtíðinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner