Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. október 2020 11:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum eins og ein stór fjölskylda"
Jacqueline Altschuld.
Jacqueline Altschuld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll mun næsta sumar spila í Pepsi Max-deild kvenna í fyrsta sinn. Liðið vann Lengjudeildina í sumar.

Rætt var við þjálfara og fyrirliða Tindastóls í síðasta þætti af hlaðvarpsþættinum Heimavellinum.

Tindastóll hefur náð að halda leikmönnum eins og Murielle Tiernan og Jacqueline Altschuld í sínum röðum þrátt fyrir áhuga annarra félaga. Hvað hefur Sauðárkrókur sem heldur öllum hressum og kátum?

„Þetta er fjölskyldubær. Við erum eins og ein stór fjölskylda, við náum allar rosalega vel saman. Ég veit að erlendu leikmönnunum líður rosalega vel hérna," sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls.

„Þeim líkar rosalega vel við samfélagið, fólkið, allt sem er í boði hérna. Bara það að þær geti farið í sjósund, þeim finnst það geggjað. Það er fullt af litlum hlutum sem við höfum upp á að bjóða sem er kannski meira persónulega en til dæmis ef þú myndir fara í félag þar sem fullt af öðrum félögum er í boði eins og Reykjavík."

„Við erum að gera þetta af hjarta og sál," sagði Bryndís.

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn: Unfinished business hjá þeirri bestu og fyrirliðinn ætlar að byggja stúku
Athugasemdir
banner
banner