Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 18. nóvember 2020 15:33
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid gefur Ramos samninginn sem hann vill
Spænskir fjölmiðlar segja að Sergio Ramos hafi komist að munnlegu samkomulagi við Real Madrid um nýjan tveggja ára samning.

Samningaviðræður hafa gengið brösuglega en Ramos vildi fá tveggja ára samning á meðan Real Madrid vildi gera eins árs samning,

Samkvæmt nýjustu fréttum hefur Real Madrid látið undan og boðið fyrirliða sínum samninginn sem hann vill. Ramos ku hafa samþykkt tilboðið.

Franska stórliðið Paris Saint-Germain hefur fylgst grannt með stöðu mála en það hefur alltaf verið vilji Ramos að ljúka ferlinum hjá Madrídarfélaginu.
Athugasemdir
banner
banner