Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   sun 19. janúar 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skilur ekki af hverju Kristinn Steindórs er án félags
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkrir leikmenn hafa verið að æfa með Víkingi Reykjavík að undanförnu. Meðal þeirra eru Kristinn Steindórsson og Kristófer Konráðsson.

Arnar Gunnlaugsson var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í gær. Í þættinum sagðist hann ekki skilja hvers vegna ekkert félag væri búið að semja við Kristinn.

„Ég skil ekki af hverju hann er enn án félags, hann er frábær leikmaður," sagði Arnar.

Hann segir að Víkingur sé með of mikið af miðjumönnum og geti því ekki samið við Kristin. „Auðvitað vill maður fá svona toppgaura, en stundum er það ekki hægt."

Kristófer er í háskólanámi í Bandaríkjunum og kemur aftur í maí. Þá verður staðan tekin á honum að sögn Arnars. Kristófer er uppalinn í Stjörnunni, en hann lék með KFG í 2. deild í fyrra og skoraði þá sex mörk í 14 leikjum.

Sjá einnig:
Kristinn Steindórs: Æfi einn og vonast eftir símtali
Íslenski boltinn - Stór yfirlýsing frá Víkingi
Athugasemdir
banner
banner
banner