Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 19. febrúar 2024 17:55
Ívan Guðjón Baldursson
Oliver Glasner tekur við af Roy Hodgson (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það voru stórtíðindi að berast frá herbúðum Crystal Palace þar sem félagið er búið að ráða Oliver Glasner til að taka við af Roy Hodgson.

Hodgson er þessa dagana að jafna sig eftir veikindi og sjá aðstoðarmenn hans um að stýra Palace þegar liðið mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hodgson samþykkti fyrr í dag að segja upp starfi sínu hjá Palace en hann stýrði félaginu frá 2017 til 2021 og tók svo aftur við í mars í fyrra til að bjarga liðinu frá falli úr úrvalsdeildinni. Hodgson er uppalinn hjá Palace en þótti ekki nógu góður fyrir aðalliðið á ferli sínum sem leikmaður. Óljóst er hvort þetta hafi verið síðasta stjórastarf Hodgson, sem er 76 ára gamall.

Glasner er 49 ára gamall Austurríkismaður sem gerði góða hluti með LASK Linz í heimalandinu og svo með Wolfsburg og Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.

Honum tókst að vinna Evrópudeildina með Frankfurt fyrir tveimur árum síðan og fær hann verðugt verkefni í enska boltanum, þar sem Palace er aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið - með 24 stig úr 24 leikjum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner