Spænski dómarinn José Luis Munuera Montero gaf Jude Bellingham rautt spjald í jafntefli Real Madrid gegn Osasuna í efstu deild spænska boltans um helgina.
Bellingham fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir að sýna dómaranum vanvirðingu.
Málið er til rannsóknar hjá spænskum fótboltayfirvöldum og mun Munuera ekki dæma í spænsku deildinni á meðan á rannsókn stendur.
Atvikið sjálft er ekki einungis til rannsóknar, heldur er starfshæfni Munuera undir smásjánni. Þegar gamlir leikir sem hann dæmdi hjá Real Madrid eru skoðaðir er ýmislegt furðulegt sem kemur í ljós.
Ein grein frá El Espanol segir að Munuera sé undir rannsókn vegna ráðgjafafyrirtækis sem hann stofnaði. Fyrirtækið veitir félagsliðum í fótboltaheiminum ráðgjöf og má nefna Manchester City, Atlético Madrid og Aston Villa meðal viðskiptavina.
Verið er að rannsaka hvort um mögulegan hagsmunaárekstur sé að ræða og þá gæti Munuera verið rekinn úr starfi og jafnvel fengið sektir.
Athugasemdir