Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   fös 19. mars 2021 11:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Örebro staðfestir komu Cecilíu til félagsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska úrvalsdeildarfélagið hefur staðfest að Cecilía Rán Rúnarsdóttir muni spila með félaginu í ár.

Hún kemur til félagsins frá Fylki. Hún mun svo samkvæmt heimildum Fótbolta.net skrifa undir samning hjá enska félaginu Everton þegar hún verður átján ára.

Cecilía er sautján ára markvörður sem slegið hefur í gegn milli stanga Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna undanfarin tvö tímabil.

Félagaskiptin til Englands eru ekki opinberlega gengin í gegn þar sem Cecilía er ekki orðin átján ára. Enska félagið krækir í Cecilíu og „lánar" til Örebro út leiktíðina.

Hún leikur því í Damallsvenskan í sumar, deildin hefst í apríl. Fyrsti leikur Cecilíu gæti verið gegn Sundsvall í sænska bikarnum á sunnudag, en hún hefur æft með Örebro undanfarna daga.

Hjá Örebro hittir Cecilía fyrir sinn fyrrum samherja, Berglindi Rós Ágústsdóttur, sem gekk í raðir félagsins fyrir áramót. Berglind var fyrirliði Fylkis áður en hún fór til Örebro.

Það kemur viðtal við Cecilíu inn á síðuna í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner