Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. maí 2022 18:56
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingaliðin unnu stórsigra í norska bikarnum
Alfons spilaði allan leikinn með Bodö/Glimt
Alfons spilaði allan leikinn með Bodö/Glimt
Mynd: Bodö/Glimt
Samúel Kári kom inná í hálfleik hjá Viking
Samúel Kári kom inná í hálfleik hjá Viking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var nóg um að vera í 1. umferð norska bikarsins í kvöld og komu fjölmargir Íslendingar við sögu.

Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson voru báðir í byrjunarliði Sogndal sem vann Floro, 5-0. Þeir fóru báðir af velli í hálfleik en Hörður Ingi Gunnarsson var ekki með í dag.

Arnór Gauti Ragnarsson byrjaði í 4-0 tapi Hönefoss fyrir Strömsgodset. Hönefoss fékk tvö rauð í fyrri hálfleiknum, sem gerði liðinu afar erfitt fyrir. Valgir Árni Svansson kom inná í hálfleik en Arnór Gauti fór af velli á 57. mínútu hjá Hönefoss. Marko Valdimar Jankovic er aðstoðarþjálfari liðsins. Ari Leifsson var ekki með Strömsgodset í dag.

Viðar Örn Kjartansson var hvíldur á bekknum er Vålerenga vann Kolbu KK, 5-1. Brynjar Ingi Bjarnason var ekki í hópnum.

Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodö/Glimt sem vann Rana, 4-0.

Bjarni Mark Antonsson var þá ekki í leikmannahópi Start sem gjörsigraði Randesund, 6-0.

Samúel Kári Friðjónsson kom inná í hálfleik er Viking vann 6-1 sigur á Rosseland. Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki með í dag.

Óttar Húni Magnússon lék allan leikinn fyrir Nardo sem lagði Tiller, 2-0 og þá stýrði Jóhannes Harðarson liði Floy sem kjöldró Vindbjart, 6-0.

Alex Þór í tapliði

Alex Þór Hauksson var í byrjunarliði Öster sem tapaði fyrir Halmstad, 4-1, í sænsku B-deildinni í dag. Alex fór af velli þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Öster er í 8. sæti með 13 stig. Srdjan Tufegdzic er þjálfari Öster.

Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliði Rosenborg sem vann KIL/Hemne í norska bikarnum, 4-1. Selma fór af velli þegar hálftími var eftir.
Athugasemdir
banner
banner