Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 19. maí 2022 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Hertha Berlín tapaði fyrir HSV - Allt undir á mánudag
Leikmenn HSV gátu leyft sér að fagna, í bili að minnsta kosti
Leikmenn HSV gátu leyft sér að fagna, í bili að minnsta kosti
Mynd: EPA
Hertha Berlín 0 - 1 HSV
0-1 Ludovit Reis ('57 )

Hamburger SV er skrefi nær því að komast upp í efstu deild í Þýskalandi eftir að liðið lagði Herthu Berlín að velli, 1-0, í fyrri leik liðanna í umspili.

Ludovit Reis gerði eina mark HSV á 57. mínútu leiksins og dugði það til sigurs.

Hamburger hafnaði í 3. sæti B-deildarinnar á leiktíðinni og mætti því þriðja neðsta liði efstu deildar, en Hertha hafnaði þar eftir lokaumferðina og Stuttgart tókst að halda sér uppi.

Síðari leikurinn fer fram á mánudaginn en fjögur ár eru síðan HSV spilaði síðast í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner