Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mán 19. júlí 2021 22:55
Atli Arason
Siggi Raggi: Algjör óþarfi hjá okkur að tapa þessu
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, var vissulega svekktur eftir 1-2 tapið gegn Víkingum í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Víkingur R.

„Það er fúlt að tapa þessum leik. Ég held það hafi verið algjör óþarfi hjá okkur að tapa þessu,“ sagði Siggi Raggi í viðtali eftir leik.

„Við byrjuðum leikinn mjög vel fannst mér. Við spiluðum vörnina mjög vel og þeir fá enginn færi finnst mér í fyrri hálfleiknum nema eitthvað eitt langskot sem Sindri ver.“

„Víkingarnir eru með hörku lið og þeir ná að þrýsta okkur til baka, það er erfitt að eiga við þá og það eru geggjuð einstaklingsgæði í þessu liði.“

Víkingum gekk vel að halda Keflvíkingum frá boltanum í leiknum í kvöld og fengu að stýra tempóinu lengst af.
„Við vildum stíga framar á móti þeim sem við gerðum en svo í seinni hálfleik, þegar menn eru orðnir þreyttir, þá er þeim oft þrýst til baka þegar hitt liðið er að sækja mark og taka áhættu í sínum leik. Það er það sem gerðist í dag. Þeir settu náttúrlega inn mjög góða leikmenn líka sem að komu sterkt inn og eiga þátt í öðru markinu ef ekki báðum,“ svaraði Siggi Raggi aðspurður um uppleggið hjá Keflvíkingum fyrir leik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan en Siggi ræðir einnig um leikmanna markaðinn stöðuna á Rúnari Þór Sigurgeirssyni.
Athugasemdir
banner
banner