Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   mán 19. júlí 2021 22:55
Atli Arason
Siggi Raggi: Algjör óþarfi hjá okkur að tapa þessu
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, var vissulega svekktur eftir 1-2 tapið gegn Víkingum í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Víkingur R.

„Það er fúlt að tapa þessum leik. Ég held það hafi verið algjör óþarfi hjá okkur að tapa þessu,“ sagði Siggi Raggi í viðtali eftir leik.

„Við byrjuðum leikinn mjög vel fannst mér. Við spiluðum vörnina mjög vel og þeir fá enginn færi finnst mér í fyrri hálfleiknum nema eitthvað eitt langskot sem Sindri ver.“

„Víkingarnir eru með hörku lið og þeir ná að þrýsta okkur til baka, það er erfitt að eiga við þá og það eru geggjuð einstaklingsgæði í þessu liði.“

Víkingum gekk vel að halda Keflvíkingum frá boltanum í leiknum í kvöld og fengu að stýra tempóinu lengst af.
„Við vildum stíga framar á móti þeim sem við gerðum en svo í seinni hálfleik, þegar menn eru orðnir þreyttir, þá er þeim oft þrýst til baka þegar hitt liðið er að sækja mark og taka áhættu í sínum leik. Það er það sem gerðist í dag. Þeir settu náttúrlega inn mjög góða leikmenn líka sem að komu sterkt inn og eiga þátt í öðru markinu ef ekki báðum,“ svaraði Siggi Raggi aðspurður um uppleggið hjá Keflvíkingum fyrir leik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan en Siggi ræðir einnig um leikmanna markaðinn stöðuna á Rúnari Þór Sigurgeirssyni.
Athugasemdir
banner