Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 19. júlí 2021 22:55
Atli Arason
Siggi Raggi: Algjör óþarfi hjá okkur að tapa þessu
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, var vissulega svekktur eftir 1-2 tapið gegn Víkingum í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Víkingur R.

„Það er fúlt að tapa þessum leik. Ég held það hafi verið algjör óþarfi hjá okkur að tapa þessu,“ sagði Siggi Raggi í viðtali eftir leik.

„Við byrjuðum leikinn mjög vel fannst mér. Við spiluðum vörnina mjög vel og þeir fá enginn færi finnst mér í fyrri hálfleiknum nema eitthvað eitt langskot sem Sindri ver.“

„Víkingarnir eru með hörku lið og þeir ná að þrýsta okkur til baka, það er erfitt að eiga við þá og það eru geggjuð einstaklingsgæði í þessu liði.“

Víkingum gekk vel að halda Keflvíkingum frá boltanum í leiknum í kvöld og fengu að stýra tempóinu lengst af.
„Við vildum stíga framar á móti þeim sem við gerðum en svo í seinni hálfleik, þegar menn eru orðnir þreyttir, þá er þeim oft þrýst til baka þegar hitt liðið er að sækja mark og taka áhættu í sínum leik. Það er það sem gerðist í dag. Þeir settu náttúrlega inn mjög góða leikmenn líka sem að komu sterkt inn og eiga þátt í öðru markinu ef ekki báðum,“ svaraði Siggi Raggi aðspurður um uppleggið hjá Keflvíkingum fyrir leik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan en Siggi ræðir einnig um leikmanna markaðinn stöðuna á Rúnari Þór Sigurgeirssyni.
Athugasemdir
banner