Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 19. júlí 2021 22:55
Atli Arason
Siggi Raggi: Algjör óþarfi hjá okkur að tapa þessu
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, var vissulega svekktur eftir 1-2 tapið gegn Víkingum í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Víkingur R.

„Það er fúlt að tapa þessum leik. Ég held það hafi verið algjör óþarfi hjá okkur að tapa þessu,“ sagði Siggi Raggi í viðtali eftir leik.

„Við byrjuðum leikinn mjög vel fannst mér. Við spiluðum vörnina mjög vel og þeir fá enginn færi finnst mér í fyrri hálfleiknum nema eitthvað eitt langskot sem Sindri ver.“

„Víkingarnir eru með hörku lið og þeir ná að þrýsta okkur til baka, það er erfitt að eiga við þá og það eru geggjuð einstaklingsgæði í þessu liði.“

Víkingum gekk vel að halda Keflvíkingum frá boltanum í leiknum í kvöld og fengu að stýra tempóinu lengst af.
„Við vildum stíga framar á móti þeim sem við gerðum en svo í seinni hálfleik, þegar menn eru orðnir þreyttir, þá er þeim oft þrýst til baka þegar hitt liðið er að sækja mark og taka áhættu í sínum leik. Það er það sem gerðist í dag. Þeir settu náttúrlega inn mjög góða leikmenn líka sem að komu sterkt inn og eiga þátt í öðru markinu ef ekki báðum,“ svaraði Siggi Raggi aðspurður um uppleggið hjá Keflvíkingum fyrir leik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan en Siggi ræðir einnig um leikmanna markaðinn stöðuna á Rúnari Þór Sigurgeirssyni.
Athugasemdir
banner