Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 19. júlí 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er bara tímaspursmál núna"
Diaby í leik með Aston Villa.
Diaby í leik með Aston Villa.
Mynd: EPA
Franski kantmaðurinn Moussa Diaby virðist vera að ganga í raðir Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.

Fabrice Hawkins, blaðamaður hjá RMC í Frakklandi, segir að leikmaðurinn sé búinn að ná samkomulagi við félagið frá Sádi-Arabíu og það sé verið að klára smáatriðin á milli félaganna.

Kaupverðið verður í kringum 55 milljónir evra og gæti það hækkað aðeins svo.

Diaby mun skrifa undir fimm ára samning við Al-Ittihad þar sem hann mun fá vel greitt fyrir sín störf.

„Þetta er bara tímaspursmál núna," segir Hawkins.

Villa keypti hann frá Bayer Leverkusen fyrir metfé á síðasta ári eða um 52 milljónir punda, en þá hafði félagið betur í baráttunni við stærstu félög Sádi-Arabíu.

Diaby, sem er 25 ára gamall, skoraði 10 mörk og gaf 9 stoðsendingar á síðasta tímabili er Villa tryggði sér Meistaradeildarsæti fyrir þetta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner