Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 19. ágúst 2019 22:34
Baldvin Már Borgarsson
Brynjólfur Darri: Tókum okkur saman í andlitinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Darri var fúll eftir jafntefli gegn Val í kvöld en útlitið var ekki bjart fyrir Blika eftir fyrsta hálftíma leiksins þegar Valur var 2-0 yfir og með öll völd á vellinum, en Blikar tóku sig saman í andlitinu og gjörsamlega keyrðu yfir Val restina af leiknum og voru óheppnir að taka ekki öll stigin úr þessum leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 Valur

„Mér finnst við hafa tapað tveim stigum en við verðum samt að virða stigið, við byrjuðum þennan leik frekar illa og fáum á okkur tvö mörk, en við töluðum saman og tókum okkur saman í andlitinu og settum tvö mörk fyrir hálfleik, fórum fullir sjálfstrausts inn í hálfleikinn og komust svo yfir þangað til að við fáum á okkur þetta klaufalega mark.'' Sagði Brynjólfur strax að leik loknum.

Brynjólfur fær tækifærið í byrjunarliðinu í fjarveru Thomasar og skorar tvö, það hlýtur að vera svolítið sætt?

„Já ég er alltaf klár þegar kallið kemur, við erum auðvitað með Thomas sem er frábær senter, ég reyni bara að gera mitt besta, kem með sjálfstraust inn í liðið til að hjálpa liðinu og vinna leiki.''

Var það einhver pilla á Gústa að Brynjólfur skuli skora tvö mörk í dag?

„Ég reyni alltaf að delivera þegar ég spila og set bara pressu á Thomas það er fínt að halda honum heitum.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Brynjólfur betur um leikinn, markmið fyrir markaskorun, hlutverk sitt innan liðsins og framhaldið fyrir Blikana.
Athugasemdir
banner
banner