Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 19. ágúst 2019 22:34
Baldvin Már Borgarsson
Brynjólfur Darri: Tókum okkur saman í andlitinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Darri var fúll eftir jafntefli gegn Val í kvöld en útlitið var ekki bjart fyrir Blika eftir fyrsta hálftíma leiksins þegar Valur var 2-0 yfir og með öll völd á vellinum, en Blikar tóku sig saman í andlitinu og gjörsamlega keyrðu yfir Val restina af leiknum og voru óheppnir að taka ekki öll stigin úr þessum leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 Valur

„Mér finnst við hafa tapað tveim stigum en við verðum samt að virða stigið, við byrjuðum þennan leik frekar illa og fáum á okkur tvö mörk, en við töluðum saman og tókum okkur saman í andlitinu og settum tvö mörk fyrir hálfleik, fórum fullir sjálfstrausts inn í hálfleikinn og komust svo yfir þangað til að við fáum á okkur þetta klaufalega mark.'' Sagði Brynjólfur strax að leik loknum.

Brynjólfur fær tækifærið í byrjunarliðinu í fjarveru Thomasar og skorar tvö, það hlýtur að vera svolítið sætt?

„Já ég er alltaf klár þegar kallið kemur, við erum auðvitað með Thomas sem er frábær senter, ég reyni bara að gera mitt besta, kem með sjálfstraust inn í liðið til að hjálpa liðinu og vinna leiki.''

Var það einhver pilla á Gústa að Brynjólfur skuli skora tvö mörk í dag?

„Ég reyni alltaf að delivera þegar ég spila og set bara pressu á Thomas það er fínt að halda honum heitum.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Brynjólfur betur um leikinn, markmið fyrir markaskorun, hlutverk sitt innan liðsins og framhaldið fyrir Blikana.
Athugasemdir
banner