Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mán 19. ágúst 2019 22:34
Baldvin Már Borgarsson
Brynjólfur Darri: Tókum okkur saman í andlitinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Darri var fúll eftir jafntefli gegn Val í kvöld en útlitið var ekki bjart fyrir Blika eftir fyrsta hálftíma leiksins þegar Valur var 2-0 yfir og með öll völd á vellinum, en Blikar tóku sig saman í andlitinu og gjörsamlega keyrðu yfir Val restina af leiknum og voru óheppnir að taka ekki öll stigin úr þessum leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 Valur

„Mér finnst við hafa tapað tveim stigum en við verðum samt að virða stigið, við byrjuðum þennan leik frekar illa og fáum á okkur tvö mörk, en við töluðum saman og tókum okkur saman í andlitinu og settum tvö mörk fyrir hálfleik, fórum fullir sjálfstrausts inn í hálfleikinn og komust svo yfir þangað til að við fáum á okkur þetta klaufalega mark.'' Sagði Brynjólfur strax að leik loknum.

Brynjólfur fær tækifærið í byrjunarliðinu í fjarveru Thomasar og skorar tvö, það hlýtur að vera svolítið sætt?

„Já ég er alltaf klár þegar kallið kemur, við erum auðvitað með Thomas sem er frábær senter, ég reyni bara að gera mitt besta, kem með sjálfstraust inn í liðið til að hjálpa liðinu og vinna leiki.''

Var það einhver pilla á Gústa að Brynjólfur skuli skora tvö mörk í dag?

„Ég reyni alltaf að delivera þegar ég spila og set bara pressu á Thomas það er fínt að halda honum heitum.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar ræðir Brynjólfur betur um leikinn, markmið fyrir markaskorun, hlutverk sitt innan liðsins og framhaldið fyrir Blikana.
Athugasemdir
banner