David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   mið 19. ágúst 2020 00:01
Elvar Geir Magnússon
KR náði ekki til landsins fyrir miðnætti - Hvað nú?
KR ferðaðist með leiguvél frá Air Iceland Connect.
KR ferðaðist með leiguvél frá Air Iceland Connect.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnulið KR náði ekki að skila sér til Íslands fyrir miðnætti en þá tóku í gildi á landinu nýjar reglur um alla komufarþega á Íslandi.

Reglurnar segja til um 5-6 daga sóttkví meðan beðið er eftir leyfi til að fara í seinni skimun í því tvöfalda skimunarkerfi sem allir komufarþegar til Íslands lenda í.

Samkvæmt leikjadagskrá á KR að spila gegn Val í Pepsi Max-deildinni á laugardag og ljóst að sá leikur er nú í óvissu en RÚV fjallaði um möguleikann á þessari stöðu.

KR var að leika Evrópuleik gegn Celtic í Skotlandi en hann tapaðist illa. Stefnan var sett á að ná að skila sér heim til Íslands fyrir miðnætti til að lenda ekki í nýju reglunum en það tókst ekki. Flugvél KR-liðsins ætti að lenda eftir hálftíma eða svo þegar þessi frétt er skrifuð.

Uppfært: Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli 00:36

Talið er mögulegt að fótboltalið sem ferðast í leiki á vegum UEFA muni fá undanþágu frá reglunum um sóttkví. Í Evrópuleikjum er ítrustu varúðar gætt, leikmenn þurfa að fara eftir ströngum reglum og fylgst er vel með heilsufari þeirra. Til dæmis er skylda að ferðast í útileiki með leiguflugi en ekki almenningsflugi.

Íslensk yfirvöld hafa þó ekki gefið það hvort fótboltalið í Evrópuverkefni fái undanþágu frá reglunum. Í næstu viku eru Víkingur og Breiðablik á leið í Evrópuleiki ytra og nýjar reglur gætu sett strik í reikninginn varðandi leiki þessara liða eftir heimkomu.
Athugasemdir
banner
banner
banner